23. Ágúst 2024
Breskir dagar í Hagkaup
Fimmtudaginn 22. ágúst hófust Breskir dagar í verslunum Hagkaups þar sem boðið verður uppá fjölbreytt úrval af hinum ýmsu vörum frá Bretlandi. Þemadagar í verslunum okkar eru skemmtileg tilbreyting fyrir neytendur þar sem úrval af nýjum og spennandi vörum er sérlega mikið á þemadögum.
Breskir dagar voru formlega settir þegar sendiherra Bretlands á Íslandi, Dr. Bryony Mathew klippti á borða og bauð gesti og gangandi velkomna á Breska Daga í Hagkaup. Ásamt sendiherra voru á svæðinu His Majesty‘s Trade Commissioner for Europe, Chris Barton og Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri Hagkaup.
,,Viðskiptavinir okkar elska nýjungar og við njótum þess að geta skreytt búðirnar okkar með einhverju spennandi. Bretland er þemað að þessu sinni, þar fá viðskipavinir okkar að upplifa nýjar tegundir í te, sælgæti, kexi, snakki og fleiru spennandi. Þá verðum við með jarðaber, bláber og hindber frá Bretlandi næstu dagana. Það er því fullt af spennandi hlutum að skoða og hvetjum við alla til að heimsækja okkur næstu dagana“ segir Sigurður Reynaldsson spenntur fyrir Breskum dögum.
Bresku dagana vinna Hagkaup að hluta til í samstarfi við Breska sendiráðið í ár en fulltrúar Bretlands voru ánægð með að sjá fjölbreytt úrval af Breskum vörum í verslunum. ,, Það er mjög gaman að sjá og upplifa endurkomu Breskra Daga í Hagkaup. Úrvalið er til fyrirmyndar og ég vona að allir geti smakkað eitthvað nýtt frá Bretlandi á næstu dögum með vinum og fjölskyldu” segir Dr. Bryony Mathew sendiherra Bretlands.
Chris Barton segist stoltur af því að sjá Breskum vörum gert hátt undir höfði á þennan hátt. ,, Millilandaviðskipti Bretlands og Íslands nema 2 milljörðum punda á ári og fara vaxandi. Neytendavörur skipa þar stóran sess og við erum stolt að geta stutt við Breska Daga með GREAT herferðinni okkar. Markmiðið með GREAT herferðinni er að nýta öll tækifæri á erlendum mörkuðum til að lyfta upp breskum vörum og auka útflutning frá Bretlandi”.
Bresku dagarnir eins og aðrir þemadagar í Hagkaup verða fullir af skemmtilegum uppákomum en sem dæmi má nefna að þriðjudaginn 27. ágúst verður spennandi námskeið í Hagkaup í Smáralind en þá mun matreiðslumeistarinn Ylfa Helgadóttir kenna gestum að reiða fram Breskt ,,Afternoon Tea“ sem hefur notið mikilla vinsælda hér á landi síðustu ár en áhugasamir geta skoðað frekari upplýsingar um námskeiðið hér.
Breskir dagar standa yfir til 2. september og það er um að gera að kíkja ferð í verslanir Hagkaups og skoða úrvalið af Breskum vörum.