13. Febrúar 2025
Vantar þig Valentínusargjöf?
Það er komið að Valentínusardeginum en hann rennur upp föstudaginn 14. febrúar. Síðustu ár hafa Íslendingar tekið meiri og meiri þátt í þessum skemmtilega degi og fagnað ástinni á einn eða annan hátt. Ein leið til þess er að gleðja maka sinn með góðri gjöf en við ætlum hér að deila með ykkur nokkrum skemmtilegum vörum sem eru frábærar í valentínusarpakkann.
Gucci Guilty Love Edition
Það er eitthvað rómantískt við það að kaupa ilmvatn sem er sérstaklega gert fyrir ástina. Gucci Love Edition Pour Femme og Pour Homme koma í takmörkuðu upplagi sérstaklega fyrir Valentínusardaginn. Dömu ilmurinn er fallegur og ferskur ilmur með léttum sætleika. Meðal þeirra nóta sem eru í ilmnum eru patchouli olía, musky amber og lilac accord. Glasið er fallega matt og fjólublátt en herra ilmurinn kemur í eins möttu glasi nema í fallegum möndlugrænum lit.
Herra ilmurinn inniheldur meðal annars tóna af einiberjaolíu og appelsínublómi í bland við leður- og viðarkennda undirtóna. Virkilega fallegt jafnvægi í þessum ilm sem er kremkenndur og með blómlega sætu.
Tree Hut - Watermelon skrúbbur, rakstursolía og líkamskrem
Það segir sannarlega að þér þyki vænt um einhvern að gefa þeim vörur sem ýta undir góða dekurstund. Vörurnar frá Tree Hut eru æðislegar til þess að dekra við húðina. Watermelon Shea Sugar Scrub hjálpar okkur við að hreinsa húðina og losa okkur við dauðar húðfrumur og önnur óhreinindi af húðinni. Watermelon Shave Oil er olía sem er algjör snilld að nota t.d. á leggina fyrir rakstur. Húðin verður svo mjúk bæði á meðan á rakstri stendur og eftir. Vinnur að því að vernda húðina og minnka ertingu við rakstur ásamt því að vinna að því að lágmarka inngróin hár og rakstursbólur. Í lokin er það svo Watermelon Whipped Shea Body Butter til þess að fullkomna tríóið. Þetta líkamskrem gefur húðinni langvarandi raka og skilur hana eftir mjúka og ljómandi. Fullkomin til þess að gefa húðinni smá auka orku inn í daginn eða smá dekur fyrir nóttina. Svo skemmir ekki fyrir að allar vörurnar eru með dásamlegum ilm af vatnsmelónu og sítrónuberki með smá keim af hindberjum. Svo ferskt og gott fyrir húðina.
AK Pure Skin - Contour & Glow Nourishing Oil & Gua Sha Sett
Algjört dekur í einni tösku frá AK Pure Skin. Settið inniheldur Face Oil serum frá AK Pure Skin en það vinnur að því að bæta áferð húðarinnar og skilja hana eftir ljómandi og fallega. Ásamt seruminu er Gua Sha steinn í töskunni en hann er notaður til þess að nudda andlitið. Steinninn er hannaður til þess að hjálpa til við að slaka á vöðvum andlitsins, auka blóðflæði og þannig vinna gegn þrota og bólgum í húðinni. Frábær gjöf fyrir þau sem elska gott andlitsdekur.
Snyrtivörudeildirnar okkar eru fullar af spennandi vörum sem hægt er að smella með í pakkann handa þeim sem okkur þykir vænt um. Það má skoða allar snyrtivörur með því að smella hér.
Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup.